Matvælaráðuneyti

294/2022

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 960/2019 um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu.

1. gr.

Við reglugerðina bætist við ný gr. sem verður 10. gr. a. svohljóðandi:

Frá og með 1. júlí til 31. desember ár hvert eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði út af Glettinganesi sem markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 65°45,18´N - 13°47,06´V
  2. 65°45,18´N - 13°28,27´V
  3. 65°40,32´N - 13°17,92´V
  4. 65°34,84´N - 13°08,97´V
  5. 65°30,66´N - 13°07,82´V
  6. 65°30,66´N - 13°22,05´V
  7. 65°32,75´N - 13°22,62´V
  8. 65°36,75´N - 13°29,14´V

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 8. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 22. febrúar 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica