Prentað þann 9. mars 2025
1486/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 406/2020 um bakvaktir dýralækna.
1. gr.
Á eftir 2. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 2. gr. a, svohljóðandi:
Vaktsvæði dýralækna eru sem hér greinir:
Vaktsvæði 1: | Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kjósarhreppur, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Voga. |
Vaktsvæði 2: | Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur. |
Vaktsvæði 3: | Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. |
Vaktsvæði 4: | Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjarhreppur. |
Vaktsvæði 5: | Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur. |
Vaktsvæði 6: | Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. |
Vaktsvæði 7: | Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. |
Vaktsvæði 8: | Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur. |
Vaktsvæði 9: | Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit. |
Vaktsvæði 10: | Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing (norður af Djúpavogi) og Vopnafjarðarhreppur. |
Vaktsvæði 11: | Sveitarfélagið Hornafjörður og Múlaþing (Djúpivogur og suður af honum). |
Vaktsvæði 12: | Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. |
Vaktsvæði 13: | Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær. |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. desember 2020.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Kolbeinn Árnason.
Kjartan Hreinsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.