Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 9. jan. 2025

Brottfallin reglugerð felld brott 2. júní 2021

1257/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 277/2020, um veiðar á makríl 2020.

1. gr.

Í stað 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir svohljóðandi: Heimilt er að flytja allt ónýtt aflamark fiskiskips í makríl frá árinu 2020 til ársins 2021. Flutningsheimildir samkvæmt þessari grein eiga einnig við um aflaheimildir sem skip fá úthlutað af aflamagni sem dregið er frá upphaflegri úthlutun samkvæmt B- og D-lið 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. desember 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.