Prentað þann 17. apríl 2025
365/2020
Reglugerð um bann við veiðum á ígulkerum í Breiðafirði, suðursvæði.
1. gr.
Frá 22. apríl 2020 eru allar veiðar á ígulkerum óheimilar í Breiðafirði, suðursvæði, austan línu sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:
- 64°53,12´ N - 24°02,45´ V Öndverðarnes
- 65°30,00´ N - 24°30,00´ V Bjargtangar
og sunnan við línu, sem er rv. 65°13´00 N.
2. gr.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti sakamála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi og gildir til 31. ágúst 2020.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. apríl 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.