Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1336/2019

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007 frá 26. október 2007, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1760 frá 23. október 2019 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 119/2009 að því er varðar að færa Sameinaða konungsríkið Stóra-Bretland og Norður-Írland á skrá yfir þriðju lönd eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutningur á sendingum með kjöti af villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum til Sambandsins.

2. gr.

Ofangreind framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglu­gerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 54/1990 um inn­flutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breyt­ingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur brott reglugerð nr. 424/2019 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 390/2014.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica