Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1333/2019

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011 um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007, frá 26. október 2007, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1758 frá 23. október 2019 um breytingu á III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1251/2008 að því er varðar að færa Sameinaða konungsríkið Stóra-Bretland og Norður-Írland og hjálendur krúnunnar á skrá yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er aðflutningur á sendingum af lagar­eldis­dýrum til Evrópusambandsins.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar sem nefnd er í 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglu­gerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 60/2006 um varnir gegn fisk­sjúkdómum, öll með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur brott reglugerð nr. 422/2019 um (7.) breytingu á reglugerð nr. 168/2011.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fylgiskjal.­
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica