1328/2019
Reglugerð um (97.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/764 frá 14. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus hilgardii CNCM I-4785 og Lactobacillus buchneri CNCM I-4323/NCIMB 40788 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES‑samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 250/2019, frá 25. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 90, frá 7. nóvember 2019, bls. 252.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/804 frá 17. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir seleni í lífrænu formi, sem er framleitt með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-3060, og selenmeþíóníni, sem er framleitt með Saccharomyces cerevisiae NCYC R397, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 1750/2006 og (EB) nr. 634/2007. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 250/2019, frá 25. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 90, frá 7. nóvember 2019, bls. 255.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/805 frá 17. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með múramídasa, sem er framleiddur með Trichoderma reesei DSM 32338, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og aukategundir alifugla til eldis (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi hans í ESB er DSM Nutritional Products Sp. Z o.o). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 250/2019, frá 25. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 90, frá 7. nóvember 2019, bls. 260.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1125 frá 5. júní 2019 um leyfi fyrir sinkklósambandi af meþíónínsúlfati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 251/2019, frá 25. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 90, frá 7. nóvember 2019, bls. 263.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. desember 2019.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.