Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1043/2019

Reglugerð um (96.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/781 frá 15. maí 2019 um leyfi fyrir blöndum með 3-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii (CECT 13094), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga eða kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, varp­hænur og aukategundir alifugla til eldis, undaneldis og sem eru aldar til varps (leyfishafi er Fertinagro Nutrientes S.L.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglu­­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 86, frá 24. októ­ber 2019, bls. 53.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/849 frá 24. maí 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1492 að því er varðar hámarksinnihald kólekalsíferóls (D3-vítamín) í fóðri fyrir laxfiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. októ­ber 2019, bls. 55.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/857 frá 27. maí 2019 um endur­nýjun á leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1077 sem fóður­aukefni fyrir mjólkurhuðnur og mjólkurær og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 226/2007 (leyfishafi er Danstar Ferment AG, fulltrúi er Lallemend SAS). Reglugerðin var felld inn í EES‑samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 59.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/892 frá 28. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1079 sem fóðuraukefni fyrir öll svín önnur en fráfærugrísi og gyltur og allar aukategundir svína (leyfishafi er Danstar Ferment AG, fulltrúi er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 62.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/893 frá 28. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir Bacillus subtilis DSM 15544 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1444/2006 (leyfishafi er Asahi Calpis Wellness Co. Ltd, fulltrúi hans hjá Sambandinu er Asahi Calpis Wellness Co. Ltd. Europe Represent­ative Office). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 65.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/898 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með evgenóli sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (handhafi leyfis er Lidervet SL). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 68.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/899 frá 29. maí 2019 um endur­­nýjun á leyfi fyrir Saccharomyces cerevisiae CNCM I-4407 sem fóðuraukefni fyrir eldis­lömb, mjólkurhuðnur, mjólkurær, mjólkandi buffla, hesta og eldissvín og um niður­fellingu á reglugerðum (EB) nr. 1447/2006, (EB) nr. 188/2007, (EB) nr. 232/2009, (EB) nr. 186/2007 og (EB) nr. 209/2008 (leyfishafi er S.I. Lesaffre). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 71.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/900 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrir 8-merkaptó-p-mentan-3-óni og p-ment-1-en-8-þíóli sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 75.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/901 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrri ríbóflavíni, sem framleitt er með Ashbya gossypii (DSM 23096), ríbóflavíni, sem fram­leitt er með Bacillus subtilis (DSM 17339 og/eða DSM 23894) og ríbóflavíni-5´-fosfat­natríumsalti, sem er framleitt með Bacillus subtilis (DSM 17339 og/eða DSM 23984) (gjafar B2-vítamíns), sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 86, frá 24. október 2019, bls. 56.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/913 frá 29. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir lantankarbónatoktahýdrati sem fóðuraukefni fyrir ketti og um niður­fell­ingu á reglugerð (EB) nr. 163/2008 (leyfishafi er Bayer HealthCare AG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 83.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/914 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus licheniformis DSM 28710 sem fóðuraukefni fyrir eldis­kalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis og aukategundir alifugla til eldis og sem aldar eru til varps (leyfishafi er HuvePharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2019, frá 27. september 2019. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 86.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/929 frá 5. júní 2019 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Tricho­derma reesei (BCCM/MUCL 49755), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og fráfærugrísi (leyfis­hafi er Berg and Schmidt GmbH Co. KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 80.
  13. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/962 frá 12. júní 2019 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 með tilliti til þess að fastsetja tvo nýja virka hópa fóðuraukefna. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 207/2019, frá 27. september 2019. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 53.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. nóvember 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica