1043/2019
Reglugerð um (96.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/781 frá 15. maí 2019 um leyfi fyrir blöndum með 3-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii (CECT 13094), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga eða kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, varphænur og aukategundir alifugla til eldis, undaneldis og sem eru aldar til varps (leyfishafi er Fertinagro Nutrientes S.L.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 86, frá 24. október 2019, bls. 53.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/849 frá 24. maí 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1492 að því er varðar hámarksinnihald kólekalsíferóls (D3-vítamín) í fóðri fyrir laxfiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 55.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/857 frá 27. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1077 sem fóðuraukefni fyrir mjólkurhuðnur og mjólkurær og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 226/2007 (leyfishafi er Danstar Ferment AG, fulltrúi er Lallemend SAS). Reglugerðin var felld inn í EES‑samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 59.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/892 frá 28. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-1079 sem fóðuraukefni fyrir öll svín önnur en fráfærugrísi og gyltur og allar aukategundir svína (leyfishafi er Danstar Ferment AG, fulltrúi er Lallemand SAS). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 62.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/893 frá 28. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir Bacillus subtilis DSM 15544 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1444/2006 (leyfishafi er Asahi Calpis Wellness Co. Ltd, fulltrúi hans hjá Sambandinu er Asahi Calpis Wellness Co. Ltd. Europe Representative Office). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 65.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/898 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með evgenóli sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (handhafi leyfis er Lidervet SL). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 68.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/899 frá 29. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir Saccharomyces cerevisiae CNCM I-4407 sem fóðuraukefni fyrir eldislömb, mjólkurhuðnur, mjólkurær, mjólkandi buffla, hesta og eldissvín og um niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 1447/2006, (EB) nr. 188/2007, (EB) nr. 232/2009, (EB) nr. 186/2007 og (EB) nr. 209/2008 (leyfishafi er S.I. Lesaffre). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 71.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/900 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrir 8-merkaptó-p-mentan-3-óni og p-ment-1-en-8-þíóli sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 75.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/901 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrri ríbóflavíni, sem framleitt er með Ashbya gossypii (DSM 23096), ríbóflavíni, sem framleitt er með Bacillus subtilis (DSM 17339 og/eða DSM 23894) og ríbóflavíni-5´-fosfatnatríumsalti, sem er framleitt með Bacillus subtilis (DSM 17339 og/eða DSM 23984) (gjafar B2-vítamíns), sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 86, frá 24. október 2019, bls. 56.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/913 frá 29. maí 2019 um endurnýjun á leyfi fyrir lantankarbónatoktahýdrati sem fóðuraukefni fyrir ketti og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 163/2008 (leyfishafi er Bayer HealthCare AG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 83.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/914 frá 29. maí 2019 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus licheniformis DSM 28710 sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna, kalkúna sem eru aldir til undaneldis og aukategundir alifugla til eldis og sem aldar eru til varps (leyfishafi er HuvePharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 86.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/929 frá 5. júní 2019 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa (EC 3.2.1.8), sem er framleiddur með Trichoderma reesei (BCCM/MUCL 49755), sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og fráfærugrísi (leyfishafi er Berg and Schmidt GmbH Co. KG). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 80.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/962 frá 12. júní 2019 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 með tilliti til þess að fastsetja tvo nýja virka hópa fóðuraukefna. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 207/2019, frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 82, frá 10. október 2019, bls. 53.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. nóvember 2019.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.