1. gr.
13. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Handhafi greiðslumarks getur óskað eftir innlausn á greiðslumarki. Matvælastofnun skal bjóða til sölu það greiðslumark, sem er innleyst á árinu 2019, á núvirtu andvirði beingreiðslna næstu þriggja almanaksára. Miðað er við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma. Framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 60% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði árið 2019. Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Það greiðslumark sem þá er eftir skal boðið öðrum kaupendum sem og þeim aðilum er nutu forgangs, hlutfallslega í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa.
Vegna forgangsröðunar er tekið mið af stöðu framleiðenda 1. janúar 2019. Hver framleiðandi getur ekki fengið hærri úthlutun en sem nemur 600 ærgildum.
Ríkið innleysir það greiðslumark sem ekki selst á markaðnum. Þau ærgildi falla niður og skal framkvæmdanefnd búvörusamninga ráðstafa fjármagni vegna þeirra á aðra liði samnings.
Skilafrestur á beiðni um innlausn og kaup á greiðslumarki er 12. desember 2019. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er 5. janúar 2020. Með beiðni um innlausn á greiðslumarki skal fylgja staðfesting um eignarhald að lögbýli og samþykki ábúanda, sameigenda og veðhafa í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2020.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. nóvember 2019.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Elísabet Anna Jónsdóttir.