789/2019
Reglugerð um (94.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/49 frá 4. janúar 2019 um leyfi fyrir natríumseleníti, húðuðu, kornuðu natríumseleníti og sink-L-selenmeþíóníni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 109/2019, frá 8. maí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, frá 29. maí 2019, bls. 9.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/111 frá 24. janúar 2019 um leyfi fyrir humlakjarna (Humulus lupulus L. flos) sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi, eldissvín og aukategundir svína, fráfærð og til eldis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2019, frá 14. júní 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58, frá 18. júlí 2019, bls. 9.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/144 frá 28. janúar 2019 um leyfi fyrir blöndu með 3-fýtasa, sem er framleiddur með Komagataella pastoris (CECT 13094), sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukategundir alifugla til eldis eða sem eru aldar til varps eða til undaneldis (leyfishafi er Fertinagro Biotech S.L.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2019, frá 14. júní 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 20. júní 2019, bls. 170.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/454 frá 20. mars 2019 um leyfi fyrir blöndum með alfaamýlasa úr Bacillus amyloliquefaciens DSM 9553, Bacillus amyloliquefaciens NCIMB 30251 eða Aspergillus oyzae ATCC SD-5374 sem og blöndu með endó-1,4-betaglúkanasa úr Trichoderma reesei ATCC PTA-10001 sem aukefni í votfóður fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2019, frá 14. júní 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58, frá 18. júlí 2019, bls. 13.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. ágúst 2019.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.