1. gr.
Á eftir 2. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 2 a., svohljóðandi:
Aflahlutdeild og aflamark í makríl skiptist í A- og B-flokk. Skip sem eru með aflamark í makríl skiptast í A- og B-flokk og fer um skiptinguna eftir því í hvaða flokki aflaheimildir skipsins eru. Ekki er hægt að skipta um flokk á veiðitímabilinu. Óheimilt er að flytja aflahlutdeild og aflamark úr B-flokki yfir í A-flokk.
2. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, III, svohljóðandi:
Hafi skip veiðireynslu í bæði A- og B- flokki, sbr. 2. mgr. bráðabirgðaákvæði II, skal úthluta aflahlutdeild í þeim flokki er skipið veiddi í á síðasta veiðitímabili sem skipið var á makrílveiðum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. ágúst 2019.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Erna Jónsdóttir.
Svava Pétursdóttir.