1. gr.
Kröfur um viðvarandi menntun.
Eftirfarandi breyting verður á 4. gr. reglugerðarinnar:
d-liður orðast svo: 10 klukkustunda á sviði siðareglna og faglegra gilda. Sem dæmi um viðfangsefni eru siðareglur Félags löggiltra endurskoðenda og fyrirmæli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
2. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 5. mgr. 7. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. júlí 2019.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Harpa Theodórsdóttir.