Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

492/2019

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1262/2018 um stuðning við sauðfjárrækt. - Brottfallin

1. gr.

12. gr. reglugerðarinnar með fyrirsögninni aðilaskipti verður svohljóðandi:

Aðilaskipti að greiðslumarki eru óheimil frá og með 1. júní 2019. Þó er heimil tilfærsla greiðslu­marks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða.

Aðilaskipti taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast nýjum handhafa frá sama tíma. Síðasti dagur til að tilkynna um aðilaskipti er 31. maí 2019.

Með tilkynningu um flutning greiðslumarks sem bundið er við lögbýli skal fylgja staðfesting um eignarhald að lögbýli og samþykki ábúanda, sameigenda og þinglýst samþykki veðhafa í lögbýlinu.

Leiguliða er heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýli til 31. maí 2019 og skal það sérstaklega skráð á nafn hans.

Með tilkynningu um aðilaskipti að sérskráðu greiðslumarki í eigu ábúanda eða leiguliða við lok ábúðar eða leigu, sbr. 4. mgr. 38. gr. búvörulaga, skal fylgja staðfesting á eignarhaldi lögbýlis og því að eiganda jarðar hafi verið boðinn forkaupsréttur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. maí 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica