1. gr.
Við töflu í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist ein lína, svohljóðandi:
Tegund/lestir | A | B | C | D | E | F | G | H | I |
21. Hlýri | 1001 | 53 | 948 |
2. gr.
Við reglugerðina kemur ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Fyrir upphaf fiskveiðiársins 2018/2019, skal fiskiskipum, sem aflareynslu hafa í hlýra (Anarhichas minor), innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, á fiskveiðitímabilinu 16. ágúst 2015 til 15. ágúst 2018, úthlutað aflahlutdeild í þessum tegundum á grundvelli veiðireynslu þeirra, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða. Fyrirmæli 3. mgr. 9. gr. laganna gilda við úthlutunina.
Við útreikning á aflahlutdeild hvers fiskiskips, skal eingöngu leggja til grundvallar aflaupplýsingar samkvæmt aflaupplýsingakerfi Fiskistofu (GAFL) og hlutfall heildarafla í hlýra, sem einstök skip hafa veitt á þessu viðmiðunartímabili.
Á grundvelli áætlaðrar aflahlutdeildar skal fiskiskipum úthlutað bráðabirgðaaflamarki í hlýra fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, sem samtals nemur 80% af úthlutuðu aflamarki, sbr. I-lið í töflu í 2. gr. Jafnframt skulu útgerðum skipanna kynntar forsendur úthlutunarinnar og skulu þær hafa frest til 1. október 2018 til að koma athugasemdum á framfæri við Fiskistofu vegna hennar. Fiskistofa skal eigi síðar en 1. nóvember 2018 senda útgerðum skipanna tilkynningar um endanlega aflahlutdeild skipa þeirra í hlýra og endanlegt aflamark þeirra á fiskveiðiárinu 2018/2019.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. ágúst 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Arnór Snæbjörnsson.