Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

683/2018

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017 (framlenging álagningar). - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Veiðigjald á landaðan afla frá og með 1. september til 31. desember 2018 skal nema í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla, þeim fjárhæðum sem hér segir:

  Veiðigjald   Veiðigjald
Blágóma 2,82 Loðna 1,80
Blálanga 9,98 Lýsa 7,59
Búrfiskur 78,73   Makríll 3,35
Djúpkarfi 17,35   Náskata 2,60
Gjölnir 3,25 Rækja 1,74
Grálúða 58,13   Sandkoli 3,04
Grásleppa 9,76 Síld 3,22
Gullkarfi 13,23   Skarkoli 17,14  
Gulllax 6,51 Skata 5,86
Háfur 5,21 Skrápflúra 2,60
Hákarl 1,30 Skötuselur 25,59  
Hámeri 5,21 Slétti langhali 9,76
Hlýri 16,92   Snarphali 3,04
Humar 20,17   Sólkoli 37,31  
Hvítskata 6,72 Steinbítur 12,80  
Hörpudiskur 10,19   Stinglax 8,03
Ígulker 8,03 Stóra brosma 3,04
Keila 6,94 Tindaskata 1,52
Kolmunni 1,16 Ufsi 13,23  
Langa 11,50   Úthafskarfi 13,23  
Langlúra 6,51 Ýsa 25,16  
Litla brosma 1,95 Þorskur 21,69  
Litli-karfi 7,81 Öfugkjafta 9,11

Veiðigjald annarra nytjastofna en í töflunni greinir er 1,03 kr. á hvert kílógramm óslægðs afla.

Veiðigjald fyrir hval er sem hér segir: Langreyður 51.440 kr. og hrefna 8.230 kr. Veiðigjald á sjávar­gróður er: 514 kr. á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara (blautvigt).

Hver gjaldskyldur aðili á rétt á því að veittur sé 20% afsláttur af fyrstu 1,58 millj. kr. álagðs veiði­gjalds og 15% afsláttur af næstu 1,58 millj. kr. álagningar, vegna afla sem landað er frá 1. september til 31. desember 2018.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. júlí 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica