1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um strandveiðar, þar sem fenginn afli telst ekki til aflamarks eða krókaaflamarks, samkvæmt 6. gr. a í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
2. gr.
Strandveiðar.
Í maí, júní, júlí og ágúst 2018 er, að fengnu leyfi Fiskistofu, heimilt að veiða á handfæri allt að 10.200 lestir samtals af óslægðum botnfiski, sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda handfæraveiðar samkvæmt reglugerð þessari. Ráðherra er heimilt að auka heildarveiði í samræmi við 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, til að unnt sé að nýta 12 daga til strandveiða í hverjum mánuði á hverju landsvæði.
3. gr.
Leyfi til veiða.
Fiskistofu er eingöngu heimilt að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða að fullnægðum ákvæðum 5. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi getur átt aðild að nema einu strandveiðileyfi.
Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er fullnægjandi að einn eigenda lögaðilans sé lögskráður á skipið. Í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lögaðilanum og þann/þá sem koma til með að vera lögskráðir á fiskiskip.
Óheimilt er að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi aflamark í þorskígildum talið, umfram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á fiskveiðiárinu, verið flutt af því. Eftir útgáfu leyfis til strandveiða er skipum óheimilt að flytja frá sér aflamark þess árs umfram það sem flutt hefur verið til skips.
Við útgáfu Fiskistofu á leyfi til fiskiskips til handfæraveiða, samkvæmt reglugerð þessari, falla úr gildi önnur leyfi þess til að stunda veiðar til loka yfirstandandi fiskveiðiárs sem gefin eru út með stoð í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
4. gr.
Strandveiðisvæði.
Heimildir til strandveiða samkvæmt þessari reglugerð skiptast á fjögur svæði, sem eru:
Fiskistofu er eingöngu heimilt að veita skipi leyfi til strandveiða miðað við landsvæði þar sem útgerð skips á heimilisfesti samkvæmt þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra 23. apríl 2018 en þó má útgerð velja sér það svæði sem hún hefur stundað veiðar frá í tvö ár af sl. þremur árum óháð heimilisfesti 23. apríl 2018 og skal öllum afla veiðiskips landað innan þess landsvæðis. Sama fiskiskipi verður aðeins veitt leyfi frá einu landsvæði á fiskveiðiárinu.
Heimilt er hverju skipi með strandveiðileyfi að nýta 12 daga í mánuði til róðra, mánuðina maí, júní, júlí og ágúst, með takmörkunum samkvæmt 5. gr.
Ráðherra getur stöðvað veiðar með auglýsingu, þegar leyfilegum heildarafla er náð í samræmi við 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 og skulu fiskiskip sem leyfi hafa til strandveiða þá hætta veiðum.
5. gr.
Veiðar.
Leyfi til handfæraveiða samkvæmt reglugerð þessari eru bundin eftirfarandi skilyrðum:
6. gr.
Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt VI. kafla laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
7. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi reglugerð nr. 322/2017, um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. apríl 2018.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Sigríður Norðmann.