Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

127/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1087/2017 um loðnuveiðar norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2017/2018. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 73.824 lestir í fiskveiðilandhelgi Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands norðan við 64°30´N.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. febrúar 2018.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica