1. gr.
Á eftir 4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, sem orðast svo:
Við slátt á klóþangi (Ascophyllum Nodosum) skal færa í afladagbók hvers skips, þ.m.t. pramma, upplýsingar um magn þangs (blautvigt) sem tekið er innan netlaga hverrar fasteignar (sjávarjarðar). Hlutaðeigandi landeigandi á rétt á aðgangi að upplýsingum úr afladagbók um þangslátt fyrir sinni landareign.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57/1996 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. janúar 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Arnór Snæbjörnsson.