Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

58/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 419/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 278/2009. - Brottfallin

1. gr.

Heiti reglugerðar nr. 419/2011 verður: Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 278/2009 um kröfur varðandi visthönnun ytri aflgjafa með tilliti til aflþarfar þeirra í lausagangi og meðalnýtni við álag.

2. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir liðum 6a, 6b, 6c, 6d, 6e, 6f, 6h, 6i, 6j, 6k, 6l, 6m, 6n, 6o, 6p, 6q, 8, 9, 12, 13, 14, 15 og 16 í kafla IV í II. viðauka og eftir liðum 26b, 26c, 26d, 26e, 26f, 26g, 26i, 26j, 26k, 26l, 26m, 26n, 26o, 26p, 26q, 26r, 31, 32, 35, 36, 37, 38 og 39 í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 198/2017, frá 27. október 2017, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka og IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2282 frá 30. nóvember 2016 um breytingu á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1275/2008, (EB) nr. 107/2009, (EB) nr. 278/2009, (EB) nr. 640/2009, (EB) nr. 641/2009, (EB) nr. 642/2009, (EB) nr. 643/2009, (ESB) nr. 1015/2010, (ESB) nr. 1016/2010, (ESB) nr. 327/2011, (ESB) nr. 206/2012, (ESB) nr. 547/2012, (ESB) nr. 932/2012, (ESB) nr. 617/2013, (ESB) nr. 666/2013, (ESB) nr. 813/2013, (ESB) nr. 814/2013, (ESB) nr. 66/2014, (ESB) nr. 548/2014, (ESB) nr. 1253/2014, (ESB) 2015/1095, (ESB) 2015/1185, (ESB) 2015/1188, (ESB) 2015/1189 og (ESB) 2016/2281 að því er varðar beitingu vikmarka í sannprófunaraðferðum.

3. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/2282 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 74/2017, 16. nóvember 2017, bls. 80.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 16. gr. laga nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem tengist orkunotkun, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. janúar 2018.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Erla Sigríður Gestsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica