1. gr.
Frá gildistöku reglugerðar þessarar eru allar hvalveiðar bannaðar á eftirgreindum svæðum:
A. Á Faxaflóa innan línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:
B. Á Eyjafirði og Skjálfandaflóa innan línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:
2. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 10. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, með síðari breytingum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott reglugerð nr. 632/2013, um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2017.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Skarphéðinsson.