734/2017
Reglugerð um (84.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/439 frá 13. mars 2017 um leyfi fyrir L-lýsínsúlfati, sem er framleitt með Escherichia coli sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 968.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/410 frá 8. mars 2017 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 184/2007 og (ESB) nr. 104/2010 að því er varðar nafn leyfishafa fyrir kalíumdíformat. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 233.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/455 frá 15. mars 2017 um leyfi fyrir blöndu af Lactobacillus fermentum (NCIMB 41636) Lactobacillus plantarum (NCIMB 41638) og Lactobacillus rhamnosus (NCIMB 41640) sem fóðuraukefni fyrir hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 972.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/440 frá 13. mars 2017 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus amyloliquefaciens (PTA-6507), Bacillus amyloliquefaciens (NRRL B-50013) og Bacillus amyloliquefaciens (NRRL B-50104) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, aukategundir alifugla til eldis og aukategundir alifugla sem eru aldir til varps (leyfishafi er Danisco (UK) Ltd, viðskipti fara fram undir heitinu Danisco Animal Nutrition). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 245.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/447 frá 14. mars 2017 um leyfi fyrir blöndu af Bacillus subtilis (DSM 5757) og Bacillus licheniformis (DSM 5749) sem fóðuraukefni fyrri gyltur, fráfærugrísi, eldissvín, kálfa til eldis og eldiskalkúna og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1453/2004, (EB) nr. 2148/2004 og (EB) nr. 600/2005 (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 249.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/429 frá 10. mars 2017 um samþykki fyrir endó-1,3(4)-betaglúkanasa framleiddum með Aspergillus aculeatinus (áður flokkaður sem Aspergillus aculeatus) (CBS 589.94), endó-1,4-betaglúkanasa framleiddur með Trichoderma reesei (áður flokkaður sem Trichoderma longibrachiatum) (CBS 592.94), alfaamýlasa, sem er framleiddur með Bacillus amyloliquefaciens (DSM 9553) og endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Trichoderma viride (NIBH FERM BP4842) sem fóðuraukefni fyrir allar fuglategundir og breytingu á reglugerðum (EB) nr. 358/2005, (EB) nr. 1284/2006 og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 516/2010 (leyfishafi Kemin Europa NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 238.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/307 frá 21. febrúar 2017 um leyfi fyrir þurrkuðum útdrætti úr þrúgum af tegundinni Vitis vinifer spp. vinifera sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir, að undanskildum hundum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 921.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/53 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir bútan-1-óli, hexan-1-óli, oktan-1-óli, nónan-1-óli, dódekan-1-óli, heptan-1-óli, dekan-1-óli, pentan-1-óli, etanóli, asetaldehýði, própanali, bútanali, pentanali, hexanali, oktanali, dekanali, dódekanali, nónali, heptanali, úndekanali, 1,1-díetoxýetani, maurasýru, ediksýru, própíónsýru, valerínsýru, hexansýru, oktansýru, dekansýru, dódekansýru, olíusýru, hexadekansýru, tetradekansýru, heptansýru, nónansýru, etýlasetati, própýlasetati, bútýlasetati, hexýlasetati, oktýlasetati, nónýlasetati, dekýlasetati, dódekýlasetati, heptýlasetati, metýlasetati, metýlbútýrati, bútýlbútýrati, pentýlbútýrati, hexýlbútýrati, oktýlbútýrati, etýldekanóati, etýlhexanóati, própýlhexanóati, pentýlhexanóati, hexýlhexanóati, metýlhexanóati, etýlformati, etýldódekanóati, etýltetradekanóati, etýlnónanóati, etýloktanóati, etýlprópíonati, metýlprópíónati, etýlvalerati, bútýlvalerati, etýlhex-3-enóati, etýlhexadekanóati, etýltrans-2-bútenóati, etýlúndekanóati, bútýlísóvalerati, hexýlsóbútýrati, metýl-2-metýlbútýrati, hexýl-2-metýlbútýrati, tríetýlsítrati, hexýlísóvalerati og metýl-2-metýlvalerati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 98.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/420 frá 9. mars 2017 um leyfi fyrir blöndu með timjanolíu, tilbúinni stjörnuanísolíu og dufti af sáputré sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur og aukafuglategundir til eldis og sem eru aldar til varps (leyfishafi er Delacon Biotechnik GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 235.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/63 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir bensýlalkóhóli, 4-ísóprópýlbensýlalkóhóli, bensaldehýði, 4-ísópópýlbensaldehýði, salisýlaldehýði, p-tólúaldehýði, 2-metoxýbensaldehýði, bensósýru, bensýlasetati, bensýlbútýrati, bensýlformati, bensýlprópíónati, bensýlhexanóati, bensýlísóbútýrati, bensýlísóvalerati, hexýlsalisýlati, bensýlfenýlasetati, metýlbensóati, etýlbensóati, ísópentýlbensóati, pentýlsalisýlati og ísóbútýlbensóati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og fyrir veratraldehýði og galleplasýru sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 893.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/56 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir mjólkursýru, 4-oxóvalerínsýru, rafsýru, fúmarsýru, etýlasetóasetati, etýllaktati, bútýllaktati, etýl-4-oxóvalerati, díetýlsúksínati, díetýlmalónati, bútýl-O-bútýrýllaktati, hex-3-enýllaktati, hexýllaktati, bútýró-1,4-laktóni, dekanó-1,5-laktóni, úndekanó-1,5-laktóni, pentanó-1,4-laktóni, nónanó-1,5-laktóni, oktanó-1,5-laktóni, heptanó-1,4-laktóni og hexanó-1,4-laktóni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 209.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/54 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir 2-metýlprópan-1-óli, ísópentanóli, 3,7-dímetýloktan-1-óli, 2-etýlhexan-1-óli, 2-metýlprópanali, 3-metýlbútanali, 2-metýlsbútýraldehýði, 3-metýlsmjörsýru, 2-metýl-valerínsýru, 2-etýlsmjörsýru, 2-metýlsmjörsýru, 2-metýlheptansýru, 4-metýlnónansýru, 4-metýloktansýru, ísóbútýlasetati, ísóbútýlbútýrati, 3-metýlbútýlhexanóati, 3-metýlbútýldódekanóati, 3-metýlbútýloktanóati, 3-metýlbútýlprópíónati, 3-metýlbútýlformati, glýserýlbútýrati, ísóbútýlísóbútýrati, ísópentýlísóbútýrati, ísóbútýlísóvalerati, ísópentýl-2-metýlbútýrati, 2-metýlbútýlísóvalerati og 2-metýlbútýlbútýrati, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 177.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/62 frá 14. desember 2016 um leyfi fyrir 3-(metýlþíó)própíónaldehýði, metýl-3-(metýlþíó)próíónati, allýlþíóli, dímetýlsúlfíði, díbútýlsúlfíði, díallýldísúlfíði, díallýltrísúlfíði, dímetýltrísúlfíði, díprópýldísúlfíði, allýlísóþíósýanati, dímetýldísúlfíði, 2-metýlbensen-1-þíóli, S-metýlbútanþíóati, allýlmetýldísúlfíði, 3-(metýlþíó)própan-1-óli, 3-(metýlþíó)hexan-1-óli, 1-própan-1-þíóli, díallýlsúlfíði, 2,4-díþíapentani, 2-metýl-2-(metýldíþíó)própanali, 2-metýlprópan-1-þíóli, metýlsúlfínýlmetani, própan-2-þíóli, 3,5-dímetýl-1,2,4-tríþíólani og 2-metýl-4-própýl-1,3-oxaþíani sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2017, frá 7. júlí 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 48, frá 3. ágúst 2017, bls. 865.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
3. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. ágúst 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Iðunn Guðjónsdóttir.