Prentað þann 17. apríl 2025
534/2017
Reglugerð um bann við veiðum með fiskibotnvörpu við Berufjarðarálshorn.
1. gr.
Frá og með 19. júní og til og með 19. júlí 2017 eru allar veiðar með fiskisbotnvörpu við Berufjarðarálshorn bannaðar á svæði sem afmarkast af eftirfarandi hnitum:
- 64°04'00 N – 13°07'00 V
- 64°09'00 N – 13°11'00 V
- 64°09'00 N – 13°18'00 V
- 64°02'00 N – 13°13'00 V
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur gildi 19. júní 2017 og fellur úr gildi 19. júlí 2017.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. júní 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.