Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

131/2017

Reglugerð um (3.) breytingu við reglugerð nr. 87/2017 um loðnuveiðar færeyskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2016/2017. - Brottfallin

1. gr.

2. ml. 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Eftir 15. febrúar 2017 er að hámarki heimilt að landa 3.483 lestum af loðnu til manneldisvinnslu utan Íslands eða vinna til manneldis um borð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. febrúar 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica