1. gr.
Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsl. svohljóðandi: Jafnframt er heimilt að fengnu leyfi Fiskistofu, sem bundið skal nánari skilyrðum, að færa óvigtaðan makríl um borð í skip, sem bundið er við bryggju, til að nýta geymslugetu þess, enda sé tryggt að skráning og vigtun afla sé fullnægjandi að mati Fiskistofu.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. ágúst 2016.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Kristján Skarphéðinsson.
Arnór Snæbjörnsson.