1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Fiskveiðiárið 2016/2017 hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 125 lestum af óslægðum þorski, sem ráðstafað skal til tilrauna með áframeldi á þorski.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. júlí 2016.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Hinrik Greipsson.