Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

413/2016

Reglugerð um (77.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvæða sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1399 frá 17. ágúst 2015 að því er varðar synjun um leyfi fyrir blöndu með Bacillus toyonensis (NCIMB 14858T) (áður nefnd Bacillus cereus var. toyoi NCIMB 40112/CNCM I-1012) sem fóðuraukefni fyrir eldis­nautgripi, eldiskanínur, eldiskjúklinga, fráfærugrísi, eldissvín, gyltur til undaneldis og kálfa til eldis og um afturköllun leyfa fyrir blöndu með Bacillus cereus var. toyoi (NCIMB 40112/CNCM I-1012) sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna og kanínur til undaneldis, um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 256/2002, (EB) nr. 1453/2004, (EB) nr. 255/2005 og (EB) nr. 1200/2005 og um niðurfellingu á reglugerðum (EB) nr. 166/2008, (EB) nr. 378/2009 og fram­kvæmdar­reglugerð (ESB) nr. 288/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 42/2016, frá 19. mars 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, frá 31. mars 2016, bls. 295.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1408 frá 19. ágúst 2015 um leyfi fyrir DL-meþíónýl-DL-meþíóníni sem fóðuraukefni fyrir fiska og krabbadýr. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2016, frá 19. mars 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, frá 31. mars 2016, bls. 299.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1414 frá 20. ágúst 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 136/2012 um leyfi fyrir natríumbísúlfati sem fóðuraukefni fyrir gæludýr og fyrir dýr sem gefa ekki af sér afurðir til manneldis. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2016, frá 19. mars 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 19, frá 31. mars 2016, bls. 302.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1415 frá 20. ágúst 2015 um leyfi fyrir astaxantíni sem fóðuraukefni fyrir fiska, krabbadýr og skrautfiska. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2016, frá 19. mars 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, frá 31. mars 2016, bls. 306.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1416 frá 20. ágúst 2015 um leyfi fyrir natríumbísúlfati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2016, frá 19. mars 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, frá 31. mars 2016, bls. 310.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1486 frá 2. september 2015 um leyfi fyrir kantaxantíni sem fóðuraukefni fyrir tiltekna flokka alifugla, skrautfiska og skraut­fugla. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 8/2016, frá 6. febrúar 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 31. mars 2016, bls. 153.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1489 frá 3. september 2015 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus plantarum NCIMB 30238 og Pediococcus pentosaceus NCIMB 30237 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2016, frá 6. febrúar 2016. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 31. mars 2016, bls. 157.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1490 frá 3. september 2015 um leyfi fyrir blöndu með karvakróli, sinnamaldehýði og óleóresíni úr Capsicum sem fóður­aukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Pancosma France S.A.S.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2016, frá 6. febrúar 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 31. mars 2016, bls. 160.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1747 frá 30. september 2015 um leiðréttingu á viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 26/2011 frá 14. janúar 2011 um leyfi fyrir E-vítamíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 6/2016, frá 6. febrúar 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 18, frá 31. mars 2016, bls. 145.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. apríl 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica