1. gr.
Frá og með 15. maí og til og með 15. júlí ár hvert, eru allar veiðar með handfærum bannaðar á sunnanverðum Austfjörðum, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirfarandi punkta:
2. gr.
Afstöðumynd af bannsvæðinu er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
4. gr.
Með reglugerð þessari er felld úr gildi reglugerð nr. 578/2015, um bann á handveiðafærum fyrir sunnanverðum Austfjörðum.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. júlí 2015. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Jóhann Guðmundsson. |
Erna Jónsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)