Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

409/2015

Reglugerð um (73.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samn­inginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvæða sameiginlegu EES-nefndar­innar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1070/2014 frá 10. október 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 271/2009 að því er varðar lágmarks­innihald blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (CBS 109.713), og endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger (DSM 18404), sem fóðuraukefni fyrir varphænur (leyfishafi er BASF SE). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 241.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1083/2014 frá 15. október 2014 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium DSM 7134 (Bonvital) sem fóðuraukefni fyrir gyltur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2015, frá 21. mars 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 243.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1108/2014 frá 20. október 2014 um leyfi fyrir blöndu með Clostridium butyricum (FERM-BP 2789) sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna og kalkúna sem eru aldir til undaneldis (leyfishafi er Miyarisan Pharmaceutical Co. Ltd, fulltrúi er Miyarisan Pharmaceutical Europe S.L.U.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 246.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1230/2014 frá 17. nóvember 2014 um leyfi fyrir koparbílýsínati sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 40/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 249.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1236/2014 frá 18. nóv­ember 2014 um leyfi fyrir blöndu með L-valíni, sem er framleitt með Corynebacterium glutamicum (DSM 25202), sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 40/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 253.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1249/2014 frá 21. nóv­ember 2014 um leyfi fyrir inósítóli sem fóðuraukefni fyrir fiska og krabbadýr. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 40/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 256.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1076/2014 frá 13. október 2014 um leyfi fyrir blöndu sem inniheldur reykbragðefnakjarna-2b0001 sem fóðuraukefni fyrir hunda og ketti. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2015, frá 21. mars 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 680.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1109/2014 frá 20. október 2014 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CBS 493.94 sem fóðuraukefni fyrir eldisnautgripi, aukategundir eldisjórturdýra, mjólkurkýr og auka­tegundir jórturdýra sem framleiða mjólk og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1288/2004 og (EB) nr. 1811/2005 (leyfishafi er Alltech France). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 686.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1115/2014 frá 21. október 2014 um leyfi fyrir blöndu með fúmónísínesterasa, framleiddur með Komagataella pastoris (DSM 26643), sem fóðuraukefni fyrir svín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 689.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1138/2014 frá 27. október 2014 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem eru framleiddir með Talaromyces versatilis sp. nov. IMI CC 378536, sem fóðuraukefni fyrir gyltur (leyfishafi er Adisseo France S.A.S.). Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 39/2015, frá 21. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 692.
  11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1123/2014 frá 22. október 2014 um breytingu á tilskipun 2008/38/EB um gerð skrár yfir fyrirhugaða notkun fóðurs með sérstök næringarmarkmið í huga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2015, frá 21. mars 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 23. apríl 2015, bls. 696.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. apríl 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica