Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

101/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 10/2015 um loðnuveiðar færeyskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2014/2015. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Færeyskum skipum er heimilt að veiða samtals 29.000 lestir af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Færeysk skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt reglugerð þessari skulu hlíta ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum, nema annað sé sérstaklega ákveðið í reglugerð þessari. Þau skulu einnig hlíta sömu reglum og eiga við um íslensk skip við sams konar veiðar, m.a. um veiðibann, friðunarsvæði og aðra lokun svæða.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. febrúar 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica