Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

4/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015. - Brottfallin

1. gr.

2. ml. 5. gr. orðast svo: Beingreiðslur fyrir verðlagsárið 2015 skulu vera 5.537,7 milljónir kr.

2. gr.

12. gr. verður svohljóðandi:

Óframleiðslutengdur og/eða minna markaðstruflandi stuðningur að fjárhæð 191,5 milljónir kr. skal greiddur í janúar 2015 til Bændasamtaka Íslands, sem annast úthlutun fjárins. Ráðstöfun fjárins skal vera sem hér segir:

  1. Ræktunarverkefni: 97,2 milljónum kr. skal varið til gras- og grænfóðurræktar í sam­ræmi við reglur í viðauka II og III.
  2. Skipting á 94,3 milljónum kr. til kynbótaverkefna, þróunarverkefna í nautgripa­rækt og til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda, skal vera sem hér segir:
    1. Kynbótaverkefni: 54,3 milljónir kr. sem skal ráðstafa samkvæmt reglum í viðauka IV.
    2. Til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda: 26,8 milljónir kr. sem skal ráð­stafa samkvæmt reglum í viðauka V.
    3. Þróunarfé til rannsókna- og/eða þróunarverkefna í nautgriparækt: 13,2 milljónir kr. sem skal ráðstafa samkvæmt reglum í viðauka VI.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verð­lagn­ingu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. janúar 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica