Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

588/2014

Reglugerð um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalda fiskveiðiárið 2014/2015. - Brottfallin

I. KAFLI

Fjárhæð, álagning og innheimta veiðigjalda.

1. gr.

Fiskistofa leggur á almennt og sérstakt veiðigjald samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi skips við álagningu veiðigjalda er ábyrgur fyrir greiðslu þeirra. Fiskistofa annast inn­heimtu veiðigjalda.

2. gr.

Fjárhæð veiðigjalda.

Á fiskveiðiárinu 1. september 2014 til 31. ágúst 2015 skulu gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld, með síðari breytingum, greiða veiðigjöld, í krónum á hvert kíló aflamarks (slægðan afla og slitinn humar) eða landaðs afla, sem hér segir:

 

Almennt veiðigjald

Sérstakt veiðigjald

Alls

Blálanga

  4,58

  2,21

  6,79

Búrfiskur

26,98

12,99

39,97

Djúpkarfi

  7,17

  3,45

10,62

Grálúða

12,75

  6,14

18,89

Grásleppa

  4,21

  2,03

  6,24

Gullkarfi

  6,93

  3,34

10,27

Gulllax

  2,43

  1,17

  3,60

Hlýri

10,00

  4,81

14,81

Humar

23,69

11,40

35,09

Keila

  3,74

  1,80

  5,54

Kolmunni

  1,00

  1,33

  2,33

Langa

  5,93

  2,85

  8,78

Langlúra

  2,64

  1,27

  3,91

Litli karfi

  2,48

  1,19

  3,67

Loðna

  1,50

  2,52

  4,02

Lýsa

  3,33

  1,60

  4,93

Makríll

  2,32

  3,92

  6,24

Rækja

  1,00

  0,00

  1,00

Sandkoli

  1,38

  0,66

  2,04

Síld

  3,00

  5,06

  8,06

Skarkoli

  6,91

  3,33

10,24

Skrápflúra

  1,29

  0,62

  1,91

Skötuselur

15,62

  7,52

23,14

Steinbítur

  9,57

  4,61

14,18

Ufsi

  5,84

  2,81

  8,65

Úthafskarfi

  8,98

  4,32

13,30

Ýsa

12,28

  5,91

18,19

Þorskur

  8,98

  4,32

13,30

Þykkvalúra/Sólkoli

16,86

  8,11

24,97

Öfugkjafta

  1,09

  0,15

  1,24


Af öðrum nytjastofnum en í töflunni greinir skal greiða 1 kr. í almennt veiðigjald.

3. gr.

Lækkun sérstaks veiðigjalds.

Við álagningu sérstaks veiðigjalds á gjaldskyldan aðila skal álagning sem ekki nær 250.000 kr. felld niður og þá skulu 250.000 kr. dregnar frá reiknuðu gjaldi sem fer umfram þau mörk áður en til álagningar þess kemur.

Við álagningu sérstaks veiðigjalds skal tekið tillit til réttar til lækkunar gjaldsins sam­kvæmt reglugerð nr. 838/2012 um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds sam­kvæmt ákvæði II til bráðabirgða við lög um veiðigjöld, nr. 74/2012, með síðari breyt­ingum.

4. gr.

Álagning og innheimta veiðigjalda.

Veiðigjöld skulu lögð á við úthlutun aflamarks sem úthlutað er á grundvelli afla­hlutdeildar. Veiðigjöld á landaðan afla einstakra tegunda, sem ekki eru háðar afla­marki, skulu lögð á 31. ágúst 2015.

Veiðigjöld vegna aflamarks sem úthlutað er 1. september fellur í gjalddaga með fjórum jöfnum greiðslum 1. október 2014, 1. janúar 2015, 1. apríl 2015 og 1. júlí 2015. Taki úthlutun aflamarks gildi eftir þann tíma falla gjöldin í gjalddaga við útgáfu tilkynningar um úthlutað aflamark. Þó skulu gjalddagar vegna úthlutaðs aflamarks í eftirtöldum tegundum vera sem hér segir: 1. apríl 2015 vegna loðnu en 1. júlí 2015 vegna norsk-íslenskrar síldar, kolmunna, úthafskarfa, Barentshafsþorsks, Flæmingjarækju og humars. Gjalddagi veiðigjalda á landaðan afla einstakra tegunda sem ekki eru háðar aflamarki og á afla sem veiddur er við strandveiðar er 1. október 2015. Gjaldið skal miða við landaðan afla á tímabilinu 1. ágúst 2014 til 31. júlí 2015 og afla sem fenginn er við strandveiðar á tíma­bilinu 1. maí 2015 til 31. ágúst 2015. Um nánari framkvæmd við innheimtu veiði­gjalda fer skv. 14. gr. laga nr. 74/2012 um veiðigjöld, með síðari breytingum.

5. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 16. gr. og ákvæði til bráðabirgða I, í lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fisk­veiða, með síðari breytingum og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Reglugerðin öðlast þegar gildi en kemur til framkvæmda við álagningu veiðigjalda á fisk­veiði­árinu 2014/2015 sem hefst 1. september 2014.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. júní 2014.

Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica