Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1187/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1037/2013 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2014.

1. gr.

1. ml. 1. gr. skal orðast svo: Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 2014 skal vera 125 milljónir lítra og skiptist í greiðslumark lögbýla.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verð­lagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. desember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica