1. gr.
Í stað töflu í 1. gr. kemur ný tafla sem orðast svo:
A |
B |
C |
Lestir |
Lestir |
Lestir |
194.722 |
9.347 |
185.375 |
2. gr.
1. ml. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um tilkynningar við kolmunnaveiðar á alþjóðlegu hafsvæði gilda ákvæði reglugerðar nr. 285/2014, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), með síðari breytingum, og taka þær tilkynningar einnig til veiða innan lögsögunnar sem og veiða í færeyskri lögsögu.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. mars 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Kristján Freyr Helgason. |
Baldur P. Erlingsson.