1. gr.
Við reglugerðina kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Heimilt er að flytja allt að 25% af aflamarki humars frá fiskveiðiárinu 2012/2013 yfir á fiskveiðiárið 2013/2014.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 783/2013 um breytingu á reglugerð nr. 214/2010, um humarveiðar.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. ágúst 2013. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Jóhann Guðmundsson. |
Ásta Einarsdóttir.