Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

238/2013

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Svofelldar breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. fellur brott.
  2. Ný málsgrein bætist við, svohljóðandi: Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan­lands og hann veginn í innlendri höfn.

2. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, sem verður 2. málsgrein, svohljóðandi: Ef óunninn afli er veginn á hafnarvog og ísaður og frágenginn til útflutnings, skal draga 15% frá vegnum afla vegna íshlutfalls enda fari hann beint í flutningsfar.

3. gr.

14. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Við heilvigtun skal allur afli veginn. Heimilt er að heilvigta fisk eftir hausun og skal vigta búka og hausa sérstaklega.

Við úrtaksvigtun skal, í kjölfar brúttóvigtunar alls afla á hafnarvog, úrtak valið af handahófi þannig að það gefi sem réttasta mynd af aflanum og vigtun framkvæmd á þann veg að:

  1. Afli í tilteknum fjölda íláta er vigtaður í samræmi við 3. gr. auglýsingar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um lágmarksúrtak við vigtun, eða:
  2. þegar hvert kar hefur verið brúttóvigtað skal afli í tilteknum fjölda íláta vigtaður í samræmi við 4. gr. auglýsingar ráðherra um reglur um lágmarksúrtak við vigtun.

Vigtunarleyfishafi skal ávallt beita sömu aðferð við vigtun úrtaks.

Vigtun afla skal framkvæmd af vigtarmanni sem hlotið hefur löggildingu til vigtunar og notuð skal löggilt vog.

Löggiltur vigtarmaður sem jafnframt er starfsmaður löndunarhafnar getur enn fremur annast endurvigtun afla, enda sé löggilt vog notuð. Löggiltur vigtarmaður sjálfstæðs vigtunar­leyfis­hafa, sbr. VI. kafla, getur einnig annast endurvigtun afla hafi viðkomandi vigtunarleyfis­hafi annast vigtun aflans við löndun enda fari vigtun fram í húsnæði hans á löggiltri vog eða hjá aðila sem hefur leyfi til endurvigtunar.

4. gr.

Við 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar bætast orðin: og þegar afla er landað óslægðum.

5. gr.

16. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Löggiltur vigtarmaður sem annast endurvigtun afla skal fylla út og undirrita vigtarnótu þar sem, auk þess sem segir í 9. gr., skal tilgreina eftirfarandi upplýsingar fyrir hverja tegund:

1. Þegar um er að ræða heilvigtun:

 

a)

Heildarþunga fisks.

 

b)

Reiknað hlutfall íss í afla. (Brúttóafli, þ.e. afli og ís samkvæmt vigtun á hafnarvog, mínus nettóafli, þ.e. afli án íss við endurvigtun, margfaldað með 100, deilt með brúttóafla.)

 

c)

Niðurstöðu vigtunar á óslægðum afla eftir því sem við á, sbr. 24. gr.

2. Þegar um er að ræða úrtaksvigtun A:

 

a)

Fjöldi og gerð íláta sem valin eru í úrtak.

 

b)

Fyrir hvert ílát sem valið er í úrtak skal tilgreina:

   

i)

þunga fisks í hverju íláti,

   

ii)

þunga íss í hverju íláti,

   

iii)

þunga íláts.

6. gr.

IX. kafli reglugerðarinnar fellur brott.

7. gr.

Á undan 58. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 58. gr. A., svohljóðandi:

Sé fyrirhugað að flytja út óunninn afla til sölu erlendis sem þegar hefur verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu, skal útflytjandi (umráðamaður við­kom­andi afla) tryggja að áður en afli er settur um borð í flutningsfarið sé tilkynnt til Fiski­stofu um þau veiðiskip sem veitt hafa umræddan afla og um útflutt aflamagn sundurliðað eftir tegundum eins nákvæmlega og unnt er.

8. gr.

Við reglugerðina kemur ný grein, 63. gr. A., svohljóðandi:

Sigli fiskiskip með afla af miðum til sölu á markaði erlendis, skal útgerð og skipstjóri fiski­skipsins tryggja að Fiskistofu séu sendar upplýsingar um aflann eigi síðar en 24 klst. áður en lagt er af stað.

Fiskistofu er heimilt að veita fiskiskipum leyfi til að afla sem veiddur er úr íslenskum deili­stofnum sé landað erlendis, sama gildir ef sérstaklega stendur á, t.d. vegna alvarlegrar vélarbil­unar hjá skipi sem vinnur afla um borð. Innheimta skal kostnað vegna ferðar eftirlits­manns til að fylgjast með löndun úr skipinu erlendis, samkvæmt framlögðum reikn­ingum, auk kr. 29.000, vegna hvers starfsdags eftirlitsmanns.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, til að öðlast gildi 1. september 2013.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. mars 2013.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica