1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
Grænlenskum skipum er heimilt til og með 5. febrúar 2013 að veiða með flotvörpu 18% af aflamarki hvers skips innan svæðis sem afmarkast af línum sem dregnar eru milli eftirfarandi punkta:
Hafrannsóknastofnuninni er heimilt að grípa til skyndilokunar veiðisvæða, sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, fari hlutfall loðnu, smærri en 14 sm, yfir 20%, miðað við fjölda. Stærð loðnu er mæld frá trjónuoddi að sporðsenda.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. janúar 2013.
F. h. r.
Jóhann Guðmundsson.
Arnór Snæbjörnsson.