Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

956/2012

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 148, 5. mars 1998, um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi. - Brottfallin

1. gr.

A-liður 2. gr. breytist og orðist svo:

Frá og með 15. september til og með 31. maí milli lína, sem dregnar eru réttvísandi suður frá Selvogsvita og Reykjanesvita.

Óheimilt er að stunda dragnótaveiðar frá kl. 19.00 á föstudögum til kl. 06.00 á mánu­dögum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. október 2012.

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica