Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

819/2012

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 698/2012 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. málsl. 5. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi:

Við mat tilboða skal Fiskistofa, þar sem tilboð geta falið í sér mismunandi tegundir sem endur­gjald, miða við meðalverð tegunda í viðskiptum með aflamark, sem birt er á vef Fiskistofu, undanfarinn mánuð eða eftir atvikum síðasta mánuð sem viðskipti voru með tegund.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Reglugerðin birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. október 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica