1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
Kr. |
||||
a) |
9. tölul. orðast svo: |
|||
9. |
Beiðni um endurupptöku skv. 3. mgr. 19. gr. eða 2. mgr. 27. gr. |
|||
vörumerkjalaga |
8.000 |
|||
b) |
Nýr töluliður sem verður 11. tölul. bætist við og orðast svo: |
|||
11. |
Tilkynning um andmæli, sbr. 1. mgr. 22. gr. vörumerkjalaga |
30.000 |
||
c) |
Nýr töluliður sem verður 12. tölul. bætist við og orðast svo: |
|||
12. |
Beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu skv. 28. gr. vörumerkjalaga |
30.000 |
||
d) |
Nýr töluliður sem verður 13. tölul. bætist við og orðast svo: |
|||
13. |
Beiðni um hlutun skv. 1. eða 2. mgr. 24. gr. a vörumerkjalaga |
15.000 |
2. gr.
19. gr. orðast svo:
Gjöld samkvæmt reglugerð þessari greiðast Einkaleyfastofunni ef annað er ekki tekið fram. Gjöld samkvæmt reglugerð þessari verða ekki endurgreidd.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett skv. heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, 53. gr. laga nr. 46/2001 um hönnun og 9. gr. laga nr. 155/2002 um félagamerki, sbr. reglugerð nr. 15/2003 (tók gildi 9. janúar 2003), reglugerð nr. 898/2003 (tók gildi 1. janúar 2004), reglugerð nr. 540/2004 (tók gildi 30. júní 2004), reglugerð nr. 848/2004 (tók gildi 1. nóvember 2004), reglugerð nr. 1057/2007 (tók gildi 1. mars 2008) og reglugerð nr. 1044/2010 (tók gildi 1. apríl 2011), öðlast þegar gildi.
Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 14. júní 2012.
Steingrímur J. Sigfússon.
Helga Jónsdóttir.