1. gr.
Við 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Við álagningu sérstaks veiðigjalds, skv. 4. mgr., á hvern gjaldskyldan aðila, skal ákvarða hlutfallsskiptingu aflahlutdeilda í þorskígildiskílóum í uppsjávarveiðum og botnfiskveiðum, við upphafsúthlutun. Álagning skal fylgja þeim hlutföllum í þorskígildiskílóum talið.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 74/2012 um veiðigjöld og laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 23. ágúst 2012.
F. h. r.
Arndís Ármann Steinþórsdóttir.
Arnór Snæbjörnsson.