1. gr.
Við reglugerðina kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Hverju skipi sem hafði leyfi Fiskistofu til makrílveiða með línu eða handfærum þann 28. ágúst 2012, er heimilt að veiða í 10 daga til viðbótar á árinu 2012 eftir að hámarksafla skv. 1. tl. 2. gr. er náð. Fiskistofa sér um framkvæmd þessa ákvæðis.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. ágúst 2012.
F. h. r.
Hrefna Karlsdóttir.
Arnór Snæbjörnsson.