1. gr.
1. gr. orðist svo:
Reglugerð þessi tekur til loðnuveiða íslenskra skipa úr fiskveiðilandhelgi Íslands, Grænlands og Jan Mayen á tímabilinu frá og með 1. október 2011 til og með 30. apríl 2012.
2. gr.
Á eftir 2. gr. bætist við ný grein 2. gr. a:
Loðnuveiðar eru heimilar í fiskveiðilandhelgi Íslands, Grænlands og Jan Mayen. Þá er íslenskum skipum aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar austan Góðravonahöfða og norðan 64°30´N í lögsögu Grænlands og er þeim aðeins heimilt að veiða 35% af leyfilegum heildarafla íslensku skipanna. Í lögsögu Jan Mayen er þeim aðeins heimilt að veiða 35% af leyfilegum heildarafla íslensku skipanna.
Óheimilt er að stunda loðnuveiðar í lögsögum annarra ríkja nema að fenginni staðfestingu Fiskistofu á að leyfi til þess hafi fengist frá viðkomandi stjórnvöldum.
Við loðnuveiðar í lögsögu annarra ríkja skal fara eftir reglum sem viðkomandi stjórnvöld setja, auk þess skal tilkynna til Fiskistofu þegar farið er inn í og út úr viðkomandi lögsögu, ásamt upplýsingum um afla um borð í báðum tilvikum, og daglega skal tilkynna um afla síðastliðinn sólarhring. Tilkynningar skal senda á uthafsv@fiskistofa.is.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. september 2011.
F. h. r.
Jóhann Guðmundsson.
Indriði B. Ármannsson.