Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

984/2011

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 577/2003 um ávaxtasafa, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á II. hluta viðauka 1:

Í stað d-, e- og f-liða koma nýir liðir sem orðast svo:

d)

pektínkljúfandi ensím, sem uppfylla kröfur reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins (EB) nr. 1332 frá 16. desember 2008 um ensím í matvælum.

e)

prótínkljúfandi ensím sem uppfylla kröfur reglugerðar (EB) nr. 1332/2008.

f)

sterkjukljúfandi ensím sem uppfylla kröfur reglugerðar (EB) nr. 1332/2008.



2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breyt­ingum og til innleiðingar á 22. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1332/2008 um ensím í matvælum og um breytingu á tilskipun ráðsins 83/417/EBE, reglu­gerð ráðsins (EB) nr. 1493/1999, tilskipun 2000/13/EB, tilskipun ráðsins 2001/112/EB og reglugerð (EB) nr. 258/97. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. október 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica