Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1042/2011

Reglugerð um gildistöku á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 1999/217/EB um samþykkt skráar yfir bragðefni sem eru notuð í eða á matvælum. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameigin­legu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 1999/217/EB um samþykkt skráar yfir bragðefni sem eru notuð í eða á matvælum, til beitingar reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 2232/96 frá 28. október 1996. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2000 frá 29. júní 2000. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 31, frá 14. júní 2001, bls. 91.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2000/489/EB um breytingu á ákvörðun 1999/217/EB um samþykkt skráar yfir bragðefni sem eru notuð í eða á mat­vælum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 111/2001 frá 29. september 2001.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2002/113/EB um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 1999/217/EB um samþykkt skráar yfir bragðefni sem eru notuð í eða á matvælum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2002 frá 9. nóvember 2002. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 9, frá 24. febrúar 2004, bls. 119.
  4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2004/357/EB um breytingu á ákvörðun 1999/217/EB að því er varðar samþykkt skráar yfir bragðefni. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2004 frá 30. október 2004. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31, frá 24. febrúar 2007, bls. 42.
  5. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2005/389/EB um breytingu á ákvörðun 1999/217/EB að því er varðar skrána yfir bragðefni sem eru notuð í eða á mat­vælum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 22/2006 frá 11. mars 2006.
  6. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/252/EB um breytingu á ákvörðun 1999/217/EB að því er varðar skrána yfir bragðefni sem eru notuð í eða á mat­vælum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 112/2006 frá 23. september 2006.
  7. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/478/EB um breytingu á ákvörðun 1999/217/EB að því er varðar skrána yfir bragðefni sem eru notuð í eða á mat­vælum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 27/2009 frá 18. mars 2009.
  8. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/163/EB um breytingu á ákvörðun 1999/217/EB að því er varðar skrána yfir bragðefni sem eru notuð í eða á mat­vælum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 4/2010 frá 30. janúar 2010.

2. gr.

Ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2000/489/EB, 2005/389/EB, 2006/252/EB, 2008/478/EB og 2009/163/EB eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

6. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. október 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica