Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

152/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Framan við 30. gr. laganna bætist ný mgr., svohljóðandi:

Við umreikning landaðra grásleppuhrogna í heila grásleppu til skráningar í afla­skrán­ingar­kerfi Fiskistofu skal að frádreginni þyngd íláta miða við margföldunarstuðulinn 3,4.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar til þess að öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 17. febrúar 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica