Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

464/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 692/2008 um kostnað vegna sölu afla á uppboðsmarkaði samkvæmt 9. mgr. 11. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. - Brottfallin

1. gr.

Þriðja grein orðist svo:

Forráðamenn uppboðsmarkaðarins sbr. 2. gr. skulu standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboð aflans. Til kostnaðar við uppboð aflans telst:

  1. Flutningur afla frá löndunarbryggju á næsta uppboðsmarkað.
  2. Annar kostnaður: Eftir atvikum ísun aflans á markaði, flokkun og slæging hans.
  3. Þóknun markaðar vegna sölu aflans.

Eftirstöðvar andvirðis aflans skiptast með þeim hætti að útgerð skipsins skal fá 20% sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um og 80% greiðast til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins.

Greiðslur til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins skal leggja inn á bankareikning sjóðsins eigi síðar en á föstudegi vegna afla sem seldur var í vikunni á undan.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. maí 2011.

F. h. r.

Arndís Á. Steinþórsdóttir.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica