1. gr.
Frá og með 15. apríl 2011 til og með 31. desember 2015 eru allar veiðar með dragnót bannaðar á eftirfarandi svæði:
Innan línu sem dregin er frá Rana í Hornbjargi 66°27,3´N - 022°24,1´V í Selsker 66°07,5´N - 021°30,0´V og þaðan í Gjögurvita 65°59,3´N - 021°19,0´V allt árið.
2. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. mars 2011.
Jón Bjarnason.
Indriði Björn Ármannsson.