1. mgr. 1. gr. orðist svo:
Allar veiðar á makríl í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar NEAFC, utan lögsögu ríkja, eru óheimilar nema að fengnu sérstöku leyfi Fiskistofu. Þó er fiskiskipum sem hafa leyfi Fiskistofu til strandveiða heimilt að stunda makrílveiðar á línu og handfæri og skulu þær takmarkast af því heildarmagni sem ráðstafað er til línu- og handfæraveiða skv. 2. tl. 2. gr. Makríl í færeyskri lögsögu er einungis heimilt að veiða sem meðafla við veiðar á norsk-íslenskri síld. Heildarmakrílafli íslenskra skipa í færeyskri lögsögu skal ekki fara yfir 1.300 lestir. Fiskistofa fylgist með afla þessum og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að aflanum hafi verið náð og tilkynnir ráðuneytið frá hvaða tíma óheimilt er að veiða makríl sem meðafla.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 19. júlí 2010.
F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.
Kristján Freyr Helgason.