Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

420/2010

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á nautgripa-, svína- og alifuglakjöti. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum skv. viðaukum III A og VI A við tollalög nr. 88/2005 með síðari breytingum.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, vörumagn og verðtoll:

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

kg

%

Tollskrárnr.:

Nautgripkjöt - vöruliðir 0202 og 0210:

95.000

0202.3xxx

Kjöt af dýrum af nautgripakyni, fryst

01.07.10 - 30.06.11

114,56

Kjöt af dýrum af nautgripakyni, saltað, þurrkað eða reykt:

0210.2001

Beinlaust

01.07.10 - 30.06.11

114,56

Tollskrárnr.:

Svínakjöt - vöruliðir 0203 og 0210:

64.000

0203.29xx

Svínakjöt, fryst:

01.07.10 - 30.06.11

172,16

Úr tollskrárnr.:

Svínakjöt, saltað, þurrkað eða reykt:

0210.1200

Slög og sneiðar af þeim, beinlaust

01.07.10 - 30.06.11

172,16

Tollskrárnr:

0210.1901

Reykt - beinlaust

01.07.10 - 30.06.11

172,16

Úr tollskrárnr.:

0210.1909

Annars - beinlaust

01.07.10 - 30.06.11

172,16

Kjöt af alifuglum - vöruliður 0207:

59.000

Tollskrárnr.:

Af hænsnum af tegundinni Gallus domisticus:

0207.1xxx

Af hænsnum, fryst

01.07.10 - 30.06.11

149,44

Af kalkúnum:

0207.2xxx

Af kalkúnum, fryst

01.07.10 - 30.06.11

159,04

Af öndum, gæsum eða perluhænsnum:

0207.3xxx

Af öndum, gæsum eða perluhænsnum, fryst

01.07.10 - 30.06.11

159,04

Tollskrárnr.:

Annað kjöt og ætir hlutar af dýrum, fryst

12.000

0208.9001

Dúfur

01.07.10 - 30.06.11

114,56

0208.9002

Fasanar

01.07.10 - 30.06.11

114,56

0208.9004

Dádýr

01.07.10 - 30.06.11

114,56

Úr tollskrárnr.:

0208.9019

Annars - Lynghænur og strútar, fryst

01.07.10 - 30.06.11

114,56

3. gr.

Tollkvótum er úthlutað samkvæmt auglýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem vísað er til skilmála reglugerðar þessarar.

4. gr.

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Tilboð skulu ráða úthlutun. Til þess að tilboð teljist gilt skal því fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags þar sem fram kemur að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt.

Tilboðsgjafi sá er hæst býður skal leysa til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöðu útboðs.

Úthlutun skv. 1. og 2. mgr. er ekki framseljanleg.

5. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

6. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 30. júní 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. maí 2010.

Jón Bjarnason.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica