Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

242/2010

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 123/2008 frá 12. febrúar 2008, um breytingu og leiðréttingu á VI. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2092/91 um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar þar að lútandi á landbúnaðarafurðum og matvælum, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2009, frá 28. maí 2009, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Reglugerð Evrópusambandsins skv. 1. gr. er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 123/2008, breytast ákvæði VI. viðauka reglugerðar nr. 74/2002 á eftirfarandi hátt:

A)

Í stað fjórðu málsgreinar undir fyrirsögninni "ALMENNAR MEGINREGLUR" komi eftirfarandi:

 

Endurskoða skal notkun eftirfarandi efna fyrir 31. desember 2010:

 

-

Natríumnítríts og kalíumnítrats í undirþætti A.1 með það í huga að afturkalla þessi aukaefni.

 

-

Brennisteinsdíoxíðs og kalíum metabísúlfíts í undirþætti A.1.

 

-

Saltsýru í B-þætti vegna vinnslu á Gouda-, Edam- og Maasdammer-ostum, Boerenkaas, Friese og Leidse Nagelkaas.



Endurskoðunin, sem um getur í fyrsta undirlið, skal taka mið af viðleitni aðildarríkjanna til að finna aðra örugga kosti en nítrít/nítröt og koma á fót viðeigandi fræðslumiðlun um aðrar vinnsluaðferðir og hreinlætisráðstafanir fyrir lífræna kjötvinnsluaðila/­framleiðendur."

B)

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á A-þætti:

 

1)

Í stað færslunnar fyrir E 160b í undirþætti A.1 komi eftirfarandi:



Kóði

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

E 160b

Annattó, bixín, norbixín

 

X

Red Leicester-ostur
Double Gloucester-ostur
Cheddar
Mimolette-ostur



2) Í stað færslunnar fyrir E 500 í undirþætti A.1 komi eftirfarandi:

Kóði

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

E 500

Natríumkarbónat

X

X

"Dulce de leche" (*), smjör úr sýrðum rjóma og súrmjólkurostur (1)
(*) "Dulce de leche" eða "Confiture de lait" er mjúkur, gómsætur, brúnn rjómi gerður úr mjólk sem hefur verið þykkt og sykurbætt

(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.



C) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á B-þætti:

1) Í stað færslunnar fyrir "sítrónusýru" komi eftirfarandi færslur:

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

Mjólkursýra

 

X

Til að stjórna sýrustiginu á saltleginum sem ostarnir eru baðaðir upp úr í framleiðsluferlinu (1)

Sítrónusýra

X

X

Til að stjórna sýrustiginu á saltleginum sem ostarnir eru baðaðir upp úr í framleiðsluferlinu (1)
Olíuframleiðsla og vatnsrof sterkju (2)

(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.
(2) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.

2) Í stað færslunnar fyrir "brennisteinssýru" komi eftirfarandi færslur:

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

Brennisteinssýra

X

X

Gelatín framleiðsla (1)
Sykurframleiðsla (2)

Saltsýra

 

X

Gelatín framleiðsla
Til að stjórna sýrustiginu á saltleginum sem Gouda-, Edam- og Maasdammer-ostar, Boerenkaas, Friese og Leidse Nagelkaas eru baðaðir upp úr í framleiðsluferlinu

Ammoníumhýdroxíð

 

X

Gelatín framleiðsla

Vetnisperoxíð

 

X

Gelatín framleiðsla

(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.
(2) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.



3) Í stað færslnanna fyrir "talk", "bentónín" og "kaólín" komi eftirfarandi:

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

Talk

X

 

Í samræmi við sérstök hreinleikaskilyrði fyrir aukefnið E 553b

Bentónít

X

X

Tærunarefni fyrir mjöð (1)
Í samræmi við sérstök hreinleikaskilyrði fyrir aukefnið E 558

Kaólín

X

X

Býþéttir (1)
Í samræmi við sérstök hreinleikaskilyrði fyrir aukefnið E 559

(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.
(2) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.



4) Eftirfarandi færsla bætist við á eftir færslunni fyrir "kaólín":

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

Sellulósi

X

X

Gelatín framleiðsla (1)

(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.

5) Í stað færslnanna fyrir "kísilgúr" og "perlustein" komi eftirfarandi:

Heiti

Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu

Vinnsla matvæla úr dýraríkinu

Sérstök skilyrði

Kísilgúr

X

X

Gelatín framleiðsla (1)

Perlusteinn

X

X

Gelatín framleiðsla (1)

(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir.

6) Í stað færslunnar fyrir "Örverublöndur og ensím" komi eftirfarandi:

"Örverublöndur og ensím:

Örverublöndur og ensím sem að öllu jöfnu eru notuð sem hjálparefni við matvælaframleiðslu, að undanskildum erfðabreyttum örverum og að undanskildum ensímum unnum úr erfðabreyttum örverum í skilningi tilskipunar 2001/18/EB."

4. gr.

Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 354/2008 fellur eftirfarandi á brott úr reglugerð nr. 74/2002:

  • Viðauki X.
  • Tilvísanir til eftirfarandi gerða í 17. gr. falla brott: 94/92/EBE, 314/97/EB, 1367/98/EB, 548/2000/EB, 1566/2000/EB, 1616/2000/EB, 2426/2000/EB, 349/2001/EB, 2589/2001/EB.
  • Tilvísanir til eftirfarandi gerða í 8. gr. reglugerðar nr. 582/2003 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002, falla brott: 1162/2002/EB, 2382/2002/EB og 545/2003/EB.
  • Efnisákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2144/2003 sem innleidd var með reglugerð nr. 980/2005 um (3.) breytingu á reglugerð 74/2002.
  • Efnisákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 956/2006 sem innleidd var með reglugerð nr. 824/2008 um (7.) breytingu á reglugerð 74/2002.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 9. mars 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica