1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 123/2008 frá 12. febrúar 2008, um breytingu og leiðréttingu á VI. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2092/91 um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar þar að lútandi á landbúnaðarafurðum og matvælum, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2009, frá 28. maí 2009, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Reglugerð Evrópusambandsins skv. 1. gr. er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 123/2008, breytast ákvæði VI. viðauka reglugerðar nr. 74/2002 á eftirfarandi hátt:
A) |
Í stað fjórðu málsgreinar undir fyrirsögninni "ALMENNAR MEGINREGLUR" komi eftirfarandi: |
|
Endurskoða skal notkun eftirfarandi efna fyrir 31. desember 2010: |
||
- |
Natríumnítríts og kalíumnítrats í undirþætti A.1 með það í huga að afturkalla þessi aukaefni. |
|
- |
Brennisteinsdíoxíðs og kalíum metabísúlfíts í undirþætti A.1. |
|
- |
Saltsýru í B-þætti vegna vinnslu á Gouda-, Edam- og Maasdammer-ostum, Boerenkaas, Friese og Leidse Nagelkaas. |
Endurskoðunin, sem um getur í fyrsta undirlið, skal taka mið af viðleitni aðildarríkjanna til að finna aðra örugga kosti en nítrít/nítröt og koma á fót viðeigandi fræðslumiðlun um aðrar vinnsluaðferðir og hreinlætisráðstafanir fyrir lífræna kjötvinnsluaðila/framleiðendur."
B) |
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á A-þætti: |
|
1) |
Í stað færslunnar fyrir E 160b í undirþætti A.1 komi eftirfarandi: |
Kóði |
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
E 160b |
Annattó, bixín, norbixín |
X |
Red Leicester-ostur |
2) Í stað færslunnar fyrir E 500 í undirþætti A.1 komi eftirfarandi:
Kóði |
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
E 500 |
Natríumkarbónat |
X |
X |
"Dulce de leche" (*), smjör úr sýrðum rjóma og súrmjólkurostur (1) |
(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir. |
C) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á B-þætti:
1) Í stað færslunnar fyrir "sítrónusýru" komi eftirfarandi færslur:
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
Mjólkursýra |
X |
Til að stjórna sýrustiginu á saltleginum sem ostarnir eru baðaðir upp úr í framleiðsluferlinu (1) |
|
Sítrónusýra |
X |
X |
Til að stjórna sýrustiginu á saltleginum sem ostarnir eru baðaðir upp úr í framleiðsluferlinu (1) |
(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir. |
2) Í stað færslunnar fyrir "brennisteinssýru" komi eftirfarandi færslur:
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
Brennisteinssýra |
X |
X |
Gelatín framleiðsla (1) |
Saltsýra |
X |
Gelatín framleiðsla |
|
Ammoníumhýdroxíð |
X |
Gelatín framleiðsla |
|
Vetnisperoxíð |
X |
Gelatín framleiðsla |
|
(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir. |
3) Í stað færslnanna fyrir "talk", "bentónín" og "kaólín" komi eftirfarandi:
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
Talk |
X |
Í samræmi við sérstök hreinleikaskilyrði fyrir aukefnið E 553b |
|
Bentónít |
X |
X |
Tærunarefni fyrir mjöð (1) |
Kaólín |
X |
X |
Býþéttir (1) |
(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir. |
4) Eftirfarandi færsla bætist við á eftir færslunni fyrir "kaólín":
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
Sellulósi |
X |
X |
Gelatín framleiðsla (1) |
(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir. |
5) Í stað færslnanna fyrir "kísilgúr" og "perlustein" komi eftirfarandi:
Heiti |
Vinnsla matvæla úr jurtaríkinu |
Vinnsla matvæla úr dýraríkinu |
Sérstök skilyrði |
Kísilgúr |
X |
X |
Gelatín framleiðsla (1) |
Perlusteinn |
X |
X |
Gelatín framleiðsla (1) |
(1) Takmörkunin varðar eingöngu dýraafurðir. |
6) Í stað færslunnar fyrir "Örverublöndur og ensím" komi eftirfarandi:
"Örverublöndur og ensím:
Örverublöndur og ensím sem að öllu jöfnu eru notuð sem hjálparefni við matvælaframleiðslu, að undanskildum erfðabreyttum örverum og að undanskildum ensímum unnum úr erfðabreyttum örverum í skilningi tilskipunar 2001/18/EB."
4. gr.
Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 354/2008 fellur eftirfarandi á brott úr reglugerð nr. 74/2002:
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 9. mars 2010.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)